Samorka býður til opins fundar um vatnsauðlindina miðvikudaginn 22. október kl. 14 á Hilton Reykjavík Nordica.
Fundurinn ber yfirskriftina Verndum vatnið og verður áhersla lögð á að fjalla um uppbyggingu, vatnsvernd, öryggi og áfallaþol vatnsveitna.
Dagskrá:
Mikilvægasta auðlindin í hnotskurn – Jón Gunnarsson, verkefnastjóri greininga hjá Samorku
Hreint vatn er ekki heppni – Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna
Áskoranir við vatnsöflun – Glúmur Baldvinsson, HEF veitur
Security Policy and Practice in Oslo – Tor Gunnar Jantsch, Oslo Vann
Pallborðsumræður undir stjórn Lovísu Árnadóttur, upplýsingafulltrúa Samorku.
Fundarstjóri: Sverrir Falur Björnsson, verkefnastjóri stefnumótunar og hagsmunagæslu hjá Samorku
Fundurinn er öllum opinn en skráningar er óskað svo hægt sé að áætla veitingar. Einnig verður boðið upp á streymi og ekki þarf að skrá sig sérstaklega í það. Skráning fer fram á vef Samorku.
Samorka býður til opins fundar um vatnsauðlindina miðvikudaginn 22. október kl. 14 á Hilton Reykjavík Nordica.
Veitur, ásamt Orkuveitunni og Carbfix hafa hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025 fyrir framúrskarandi árangur í að jafna kynjahlutföll í framkvæmdastjórn fyrirtækjanna.