„Við erum í fyrsta sinn að landtengja skemmtiferðaskip hér í Reykjavík svo þetta er stór áfangi í orkuskiptasögu Íslands,“ segir Jóhannes Þorleiksson, forstöðumaður rafveitu hjá Veitum. Veitur lögðu rafstrenginn fyrir Faxaflóahafnir og tengingin getur þjónað tveimur skipum á sama tíma.
Þetta þýðir að minni skemmtiferðaskip þurfa ekki að brenna olíu meðan þau er í höfninni.„Landtenging skemmtiferðaskipa við rafmagn er því mikilvægt verkefni til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og draga úr mengun en mörg hundruð skemmtiferðaskip koma til Reykjavíkur á hverju sumri. Þetta hefur bæði góð áhrif á loftgæði og dregur úr hljóðmengun því skipið er nánast hljóðlaust á meðan. Svona verkefni kalla á samstarf fjölmargra aðila,“ segir Jóhannes.
Hlutverk Veitna í verkefninu er að tryggja að dreifikerfið ráði við þessar tengingar auk þess að leggja rafstrenginn.
„Við lögðum háspennustrengi neðan úr bæ og út á höfn og svo var reist ný dreifistöð fyrir verkefnið til að færa þetta mikla afl. Eitt svona skip getur tekið allt að eitt og hálft megavatt (MW) svo við þið þurfum að tryggja að kerfið sé til reiðu svo skipin geti tengst og nýtt rafmagnið,“ segir Jóhannes.
Stefnt er að því að reisa nýja stöð í Sundahöfn 2025-2026.
„Faxaflóahafnir og Veitur vinna nú að því að undirbúa ennþá stærri landtengingu við Sundahöfn sem verður um það bil tíu sinnum stærri en hér við Faxagarð í gömlu höfninni. Þá geta stærri skemmtiferðaskip landtengst. Þetta er ristastórt verkefni og bara til að setja það í samhengi þá þarf svona verkefni rafmagn til jafns við allan Mosfellsbæ“ segir Jóhannes.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.