Í Laugarnesinu höfum við verið koma upp hreinsibúnaði fyrir heita vatnið svo það renni óhindrað og hreint í kranana á heimilunum. Það þýddi að við þurftum að setja upp síuskáp á gangstéttina fyrir framan Kaffi Laugalæk.
Í góðri samvinnu við kaffihúsið ákváðum við að fanga stemningu hverfisins og klæða skápinn í einkennisbúning Þróttar, með góðfúslegu leyfi frá íþróttafélaginu.
Þetta hefur vakið lukku og minnir á að Veitur eru hluti af daglegu lífi íbúanna með því að tryggja aðgengi að rafmagni, hita, vatni og fráveitu til framtíðar!
Hreinsibúnaður hitaveitu fyrir Laugarnesið
Heita vatninu frá lághitasvæðum fylgja náttúruleg óhreinindi og þau eru eðlilegur fylgifiskur hitaveitunnar. Óhreinindin eru ástæðan fyrir því að það eru síur við inntak hitaveitu í öllum húsum til að tryggja að heita vatnið renni óhindrað í kranana. Á einstaka svæðum hafa síurnar ekki undan og þarfnast reglulegrar hreinsunar. Til að fanga óhreinindin áður en þau berast heim til íbúa settu Veitur upp búnað á dreifilagnir í Laugarnesinu í vetur.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.
Frá vatnstökusvæðum Veitna í Heiðmörk færum við stórum hluta íbúa og fyrirtækja landsins neysluvatn og þar þurfum við að tryggja gæði þess til langrar framtíðar.