Kynn­ing­ar­fundur um útboð á þjón­ustu og viðhaldi vegna veitu­kerfa

Kynningafundurinn verður haldinn þann 26. nóvember kl. 11:30 í ráðstefnusal Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1.

Við bjóðum til fundar um útboð á þjónustu og viðhaldi vegna veitukerfa Veitna sem auglýst var 11. nóvember.

Farið verður yfir nýjar áherslur í útboðsferlinu og tækifærin sem í þessu felast. Markmiðið er að samstarfsaðilar okkar geti veitt heildstæðar lausnir. Veitur vilja vera góður kaupandi á þjónustu og veita samstarfsaðilum aukinn fyrirsjáanleika og viðskiptavinum enn betri þjónustu.

Helstu markmið sem Veitur vilja ná fram:

- Samstarfsaðilar sem geta veitt heildarlausnir
- Aukinn fyrirsjáanleiki
- Að samningarnir nýtist bæði í fjárfestingarverkefnum og rekstrarverkefnum
- Hagkvæmni og skilvirkni
- Aukin gæði
- Sjálfbærni
- Veitur verði betri kaupendur að þjónustu

Í takt við stefnu Veitna

Þessar breyttu áherslur eru í takt við stefnu Veitna um að hafa frumkvæði að sjálfbærum lausnum með árangur samfélagsins að leiðarljósi. Með nýsköpun og samstarfi veitum við lífsgæði til framtíðar.

Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn

Boðið verður upp á léttar veitingar og eru áhugasöm beðin um að tilkynna komu sína með tölvupósti á  utbod@or.is þannig að hægt sé að panta nauðsynlegt magn veitinga.


Hlökkum til að sjá ykkur!

Hvernig getum við aðstoðað þig?