Jólin eru svo sannarlega tími hátíðanna, en eins og við þekkjum geta þau líka verið einstaklega streitu valdandi.
Undanfarin sex ár höfum við sett niður hátíðarbrunahanann Jóla-Gústa á mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur glatt bæði gesti og gangandi enda Jóla-Gústi einstaklega vinalegur og góðlegur brunahani.
Og til að gleðja borgarbúa enn frekar ákváðum við að pakka nokkrum vel völdum götuskápum (rafmagnskössum) inn í flottan Veitu-gjafapappír.
Skáparnir eru staðsettir í Mosfellsbæ, Garðabæ, vesturbæ Reykjavíkur og Grafarvogi - Ert þú búin/n/ð að finna þá alla? 🎅🧑🎄
Á meðfylgjandi myndum má sjá Axel Arnar Markússon, Bergsvein Stefánsson og Ragnheiði Ósk Svansdóttur starfsfólk Rafveitu Veitna við tvo af þessum jólaskápum.
Jólakveðja,
JólaVeitan
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.