Jóla­Veitan

Rafveita Veitna í jólastuði

Jólin eru svo sannarlega tími hátíðanna, en eins og við þekkjum geta þau líka verið einstaklega streitu valdandi.


Undanfarin sex ár höfum við sett niður hátíðarbrunahanann Jóla-Gústa á mismunandi stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur glatt bæði gesti og gangandi enda Jóla-Gústi einstaklega vinalegur og góðlegur brunahani.


Og til að gleðja borgarbúa enn frekar ákváðum við að pakka nokkrum vel völdum götuskápum (rafmagnskössum) inn í flottan Veitu-gjafapappír.


Skáparnir eru staðsettir í Mosfellsbæ, Garðabæ, vesturbæ Reykjavíkur og Grafarvogi - Ert þú búin/n/ð að finna þá alla? 🎅🧑‍🎄


Á meðfylgjandi myndum má sjá Axel Arnar Markússon, Bergsvein Stefánsson og Ragnheiði Ósk Svansdóttur starfsfólk Rafveitu Veitna við tvo af þessum jólaskápum.

Jólakveðja,
JólaVeitan

Ragnheiður Ósk Svansdóttir við jólakassan í Grafarvogi
Axel Arnar Markússon og Bergsveinn Stefánsson við jólakassan í Mosfellsbæ

Hvernig getum við aðstoðað þig?