Veitur reka hitaveitu sem þjónar stærstum hluta höfuðborgarsvæðisins. Eftirspurn eftir heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu eykst stöðugt í takt við fjölgun íbúa og aukningu íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Heita vatnið í hitaveitunni kemur í dag frá jarðvarmavirkjunum ON á Hellisheiði og Nesjavöllum og fjórum lághitasvæðum innan höfuðborgarsvæðisins. Við leitum nú að viðbótar lághitaauðlindum á svæðinu til að auka aflgetu hitaveitunnar og bæta rekstraröryggi hennar.
Ástæðan fyrir því að við viljum rannsaka á Álftanesi er að vísbendingar eru um að þar sé að finna jarðhita nýtanlegan til húshitunar og viljum kanna það nánar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvar holurnar eru staðsettar.
Borun hverrar holu tekur að jafnaði einn til þrjá daga og leitast verður við að halda ónæði í lágmarki og tryggja öryggi. Þetta eru grannar holur sem ná niður á 60 til 100 m dýpi. Þær eru boraðar með léttum bortækjum á beltum svo ekki er þörf á vegagerð eða sérstökum borplönum. Búist er við að rannsóknirnar hefjist í lok næstu viku.
Nánari upplýsingar má finna hér.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.