Starfsfólk Veitna hefur í vetur setið viðamikið fræðslunámskeið í jafnréttismálum hjá Sóleyju Tómasdóttur ráðgjafa. Markmiðið er að fræðast um jafnrétti og fjölbreytileika og stuðla að inngildandi vinnustaðamenningu.
Allt starfsfólk hefur tekið þátt í fræðslunni og hafa málin verið rædd frá hinum ýmsu hliðum, hópar leyst verkefni og áhugaverðar umræður skapast.
„Það hefur verið mjög gott fyrir okkur að taka þátt í þessari fræðslu öll saman og gefa okkur tíma til að kafa dýpra og ræða málin almennilega,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna. „Við hjá Veitum leggjum mikla áherslu á jafnrétti og viljum auka fjölbreytileikann í okkar starfshópi til að þess að skapa sem besta vinnustaðamenningu. Við vitum að forsenda árangurs er að ákvarðanir séu teknar af fjölbreyttum hópi sem endurspeglar þjóðfélagið. Áskoranirnar í jafnréttismálum eru enn margar í okkar geira. Nýleg skýrsla KÍO (Konur í orkumálum ) sýndi að ákvörðunarvald og ábyrgð kvenna innan geirans hafi farið úr 36% niður í 32%. Veitur fengu hæstu einkunnina eða 71,1% og erum við stolt af því. En við vitum að árangur í jafnréttismálum er ekki eitthvað sem kemur að sjálfu sér. Það er ákvörðun að jafna kynjahlutföll og auka fjölbreytni sem stöðugt þarf að vinna að – og það er nákvæmlega það sem við höfum verið að gera, og erum hvergi nærri hætt.“
Veitur staff attended an extensive educational course on equality issues this winter with consultant Sóley Tómasdóttir. The goal is to ensure that staff education in equality and diversity is as up-to-date as possible and to foster a welcoming workplace culture. All staff participated in the training, issues were examined from various sides, groups solved tasks, and exciting discussions were had.
"It has been instrumental for us to participate in this training together and to give ourselves time to dig deeper and discuss the issues properly," says Solrun Kristjansdottir, CEO of Veitur.
"We at Veitur attach great importance to equality and must increase our workforce's diversity to create the best workplace culture. We know that the prerequisite for success is that decisions are made by a diverse group that reflects society. There are still many challenges in equality issues in our sector. A recent report by KÍO (Women in Energy Issues) showed that women's decision-making power and responsibility within the sector has dropped from 36% to 32%. Veitur received the highest score or 71.1%, which we are very proud of. However, we know that success in equality issues does not just appear. It's a decision to balance gender ratios and increase diversity that needs to be worked on continuously – and that's exactly what we've been doing, and we're nowhere near stopping."
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.