Breytingar urðu á stjórn Veitna á aðalfundi félagsins sem haldinn var 18. apríl sl. Hrund Rudolfsdóttir kemur ný inn og tekur við sem formaður stjórnar af Guðrúnu Erlu Jónsdóttur sem tekur sæti Heru Grímsdóttur í stjórninni.
Breytingar urðu á stjórn Veitna á aðalfundi félagsins sem haldinn var 18. apríl sl. Hrund Rudolfsdóttir kemur ný inn og tekur við sem formaður stjórnar af Guðrúnu Erlu Jónsdóttur sem tekur sæti Heru Grímsdóttur í stjórninni.
Hrund er margreyndur stjórnandi og stýrði m.a. Veritas hf í rúmlega áratug og þar á undan var hún framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Marel. Þá gegndi Hrund hlutverki varaformanns Viðskiptaráðs en lét af störfum þar nýlega. Hrund situr í stjórnum Expectus, Nova og Skaga.
Hrund Rudolfsdóttir, formaður
Ágúst Þorbjörnsson
Ásgeir Westergren
Guðrún Erla Jónsdóttir
Íris Baldursdóttir
Bára Jónsdóttir
Reynir Guðjónsson
„Það er mikill fengur fyrir okkur að fá inn jafn reynda manneskju og Hrund Rudolfsdóttur. Hún hefur mikla reynslu úr viðskiptalífinu sem mun nýtast Veitum vel. Meirihluti stjórnar Veitna er nú skipuð utanaðkomandi aðilum sem er eitt af því sem ég hef lagt áherslu á. Við erum þó áfram með öflugt fólk frá móðurfélagi í stjórnum hjá okkur auk þess sem kynjahlutfallið er í góðu lagi,“ segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar, móðurfélags Veitna.