Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur, flutti áhugavert erindi undir yfirskriftinni Lífsgæði til framtíðar: áskoranir hitaveitunnar. Hera gaf innsýn inn í starfsemi Veitna og stöðuna á hitaveitunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Hún sagði að Veitur væru í raun risastórt orkufyrirtæki og fjallaði um hvernig unnið er að því að finna lausnir til að viðhalda lífsgæðunum á sama tíma og eftirspurnin eftir hitaveitu er að aukast. Þótt orkuskiptum til upphitunar húsa væri lokið, þá er ekki sömu sögu að segja með orkuöflunina. Það þurfi að hugsa til framtíðar.
Á fundinum heyrðum við líka áhugaverðar reynslusögur frá Selfossveitum og Norðurorku. Þá var fjallað um jarðvarmaspá 2021-2060 og fleira frá Orkustofnun og að lokum var Samorka með samantekt og hollráð til sparnaðar.
Við mælum með að fólk hlusti á þennan áhugaverða fund og hugi að hitaveitunni!
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.