Borholan sem ber heitið MG-29 er staðsett í Reykjahlíð í Mosfellssveit og er ein af tólf borholum Veitna á svæðinu. Um er að ræða stóra og öfluga borholu sem skilar um 300m3 af 93 gráðu heitu vatni á klukkustund.
Þær ellefu borholur sem nú eru í rekstri á svæðinu skila um 2.700m3 á klukkustund en til samanburðar er það svipað magn og fer í Laugardalslaug.
„Það er ljóst að þetta er mikið tjón fyrir okkur og bagalegt í þessari kuldatíð. Þetta er stór og öflug hola sem skiptir máli í framleiðslu okkar á heita vatninu. Okkur sýnist miðað við veðurspá næstu daga að við þurfum ekki að fara í skerðingar en ef veðurskilyrði versna aftur gætum við þurft að skerða til stórnotenda. Við munum taka stöðuna eftir helgi og upplýsa á vefnum okkar ef til þess kemur,“ segir Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna.
Mikil notkun er á heita vatninu á þessum kalda degi í dag og þetta gæti valdið því að einhver hverfi muni finna fyrir þrýstingsfalli á heitu vatni.
Heita vatnið sem notað er á höfuðborgarsvæðinu kemur annars vegar frá lághitasvæðum í Mosfellsbæ og Reykjavík (Laugarnesinu og Elliðaárdal) og hins vegar frá virkjunum á háhitasvæðum á Nesjavöllum og Hellisheiði.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.