Við fengum þann mikla heiður í vikunni að fá að taka á móti tveimur dómurum frá Evrópsku þjónustuverðlaununum ECCCSA (European Contact Centre and Customer Service Awards), þeim Carrie Parker og Paul Whymark.
Þau voru mætt til Íslands til að meta þjónusta Veitna en heimsóknin er lokaskrefið í mati dómara fyrir flokkinn Besta nýja þjónustusviðið. ECCCSA eru ein virtustu verðlaun í Evrópu sem veitt eru fyrirtækjum fyrir þjónustu og er keppnin sú stærsta í álfunni. Veitur eru komin í úrslit og verður tilkynnt um sigurvegara í London í lok nóvember.
Í ár voru yfir 1.000 umsóknir sendar inn í keppnina og innan við 10 fyrirtæki af þeim sem komust áfram fá heimsókn frá dómurum. Dómararnir fengu ítarlega kynningu á þjónustu Veitna og kynntu sér starfsemina.
Við erum mjög stolt af því að hafa komist á þetta lokastig í keppninni. Þetta var frábært tækifæri til að sýna það góða starf sem starfsfólk Veitna hefur unnið til að bæta upplifun viðskiptavina og þeim árangri sem við höfum náð með því að setja þjónustuna sem kjarnann hjá Veitum og við hlökkum til að gera enn betur!
Takk kærlega Carrie og Paul fyrir heimsóknina!
Hér má lesa nánar um keppnina. 👉https://www.veitur.is/frettir/veitur-i-urslit