Hátíð­ar­höldin eru byrjuð hjá okkur í Veitum

Götuskápar Veitna komnir í jólabúning.

Götuskápar bæjarins eru sumir hverjir komnir í Veitu-jólabúninginn sinn en þetta er þriðja árið sem við klæðum götuskápa (rafmagnskassa) í hinum ýmsu hverfum í jólapappír.

Götuskáparnir sem falla venjulega að umhverfi sínu eru nú í jólabúningi til að fagna jólunum og minna á mikilvægi rafmagnsins.

Allt árið um kring erum við að vinna að því að veita köldu vatni, heitu vatni og rafmagni til íbúa ásamt því að sinna fráveitu. Um hátíðirnar reynum við að finna skemmtilegar leiðir til að minna á mikilvægi þessarar þjónustu. 

Rafmagnskassi Veitna í jólabúningi á Kjalarnesi

Hvernig getum við aðstoðað þig?