Þau segja frá þeim verkefnum sem þau fást við en fráveitan veitir þjónustu sem enginn getur verið án en fæstir leiða hugann að í amstri dagsins. Hún er mikilvægt heilbrigðis- og hreinlætismál í heiminum öllum. Fráveitan flytur frárennsli og skólp heimila og fyrirtækja, og regnvatn frá götum og lóðum í sjó með viðkomu í hreinsistöð.
Það er í mörg horn að líta, til dæmis að bregðast við þéttingu byggðar og hvar fráveitan á að vera, loftslagsbreytingar og að fá fólk til að hætta að nota klósettið eins og ruslafötu.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.