Notkun á heitu vatni er mikil þessa stundina og verður áfram næstu daga. Það er því ástæða til að minna á að fara vel með varmann.
Það má t.d gera með því að gæta þess að birgja ekki ofna með húsgögnum og gluggatjöldum, kanna þéttingar á gluggum og hurðum og fá fagfólk til að fara yfir hitakerfin á heimilum til að tryggja að þau virki rétt. Hollráð um heitt vatn.
90% af notkun heimila á heitu vatni fer í húshitun og afganginn notum við til annarra hluta eins og fara að fara í bað eða sturtu. Við mælum þó með því að láta ekki renna í heita pottinn á allra köldustu dögunum.
Ef álag á hitaveituna eykst mikið á næstunni vegna aukinnar notkunar á heitu vatni, gætu íbúar á einhverjum svæðum á höfuðborgarsvæðinu fundið fyrir minni þrýstingi.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.