Mikill áhugi var á göngunni sem bar yfirskriftina "Frá skítalækjum til fráveitu og lýðheilsu," en alls tóku yfir 130 fróðleiksfúsir göngugarpar þátt í henni.
Í göngunni rak Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, skólpsögu miðborgarinnar síðustu 100 árin. Gangan hófst við Landakotsspítala en það voru einmitt nunnurnar í Landakoti sem létu fyrst leggja skólplögn ofan af hæðinni niður Ægisgötuna og í sjó fram árið 1902.
Fjallað var um þann tíma þegar skólp rann í opnum rennum eða jafnvel eftir götunum sjálfum og tildrög og sögu þeirra miklu ræsa sem leystu skítalækina af hólmi og stórbættu lýðheilsu.
Göngunni lauk í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem boðið var upp á heitt kakó og veitingar og gestum gafst kostur á að skoða bók Guðjóns CLOACINA - Saga fráveitu. Bókin kom út á vegum Veitna árið 2021 og er öllum aðgengileg á vefnum hér.
Hér má hlusta á viðtal við Guðjón í Samfélaginu á Rás 1 sem tekið var í tilefni göngunnar.
Gangan var haldin í tilefni af alþjóðlegum klósettdegi Sameinuðu þjóðanna 19. nóvemer en þá er leitast við að beina sjónum að mikilvægi góðrar fráveitu fyrir samfélag, umhverfi og heilsu fólks
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.