Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta nú safnað afgangs matarolíu og fitu á heimilum sínum og skilað á næstu endurvinnslustöð Sorpu þar sem orkan í olíunni öðlast framhaldslíf.
Olía og fita geta valdið stíflum í lögnum heimilisins. Öll olía sem við notum í eldhúsinu býr yfir orku sem hægt er að endurnýta, t.d. steikingarolía, olía úr ostakrukkum og djúpsteikingarfeiti.
Best er að safna olíunni á flöskur eða plastbrúsa og koma henni á næstu endurvinnslustöð Sorpu.
Matarolían er send til hreinsunar og þaðan til íslenska fyrirtækisins Orkeyjar og hreinsuð olía síðan notuð í íslenskum sjávarútvegi. Matarolían er fyrirtaks endurvinnsluefni.
Látum ekki dýrmætt efni og orkuna í eldhúsinu fara til spillis heldur komum henni á Sorpu og verndum lagnirnar okkar í leiðinni. Nánar hér.
Vistorka ásamt Veitum og SORPU fengu styrk haustið 2022 úr hringrásarsjóðnum til að koma verkefninu af stað, með stuðningi frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu.
Þetta er afar mikilvægt verkefni fyrir umhverfið, hringrásarhagkerfið og einnig fyrir fráveitukerfið og lagnir í húsum.
Stutt kynnignarmyndband
Neysluvatn, hitaveita, rafmagn og fráveita eru lífsnauðsynlegir innviðir. Þetta eru grunnstoðir samfélagsins, forsenda öryggis, heilsu, atvinnuuppbyggingar og lífsgæða.
Nemar úr Listaháskólanum gera umhverfið notalegra með nýtingu afgangsvarma frá Veitum.