Verkefnið stendur yfir í ríflega ár og á þeim tíma verða tímabundnar rekstrartruflanir í stöðvunum og búast má við að í einhverjum tilvikum þurfi að losa óhreinsað skólp í sjó á meðan á þeim stendur. Framkvæmdirnar felast í endurnýjun vélbúnaðar í hreinsistöðvum við Ánanaust og Klettagarða og í dælustöðvum við Ingólfsstræti, Laugalæk og Faxaskjól og er gert ráð fyrir að þeim ljúki haustið 2022.
Vandað verður til alls undirbúnings þessara framkvæmda svo lágmarka megi sem kostur er þann tíma er stöðva þarf starfsemi dælu- eða hreinsistöðvar. Neyðarútrásir og yfirföll eru við allar stöðvarnar og má búast við tímabundinni mengun við útrásir á meðan losun er virk. Veitur munu greina nánar frá einstaka framkvæmdum og tilkynna hverja fyrir sig. Á meðan slíkt ástand varir verður fólki bent á að fara ekki í fjöru eða í sjó í nágrenni þeirrar stöðvar sem er í rekstrarstöðvun.
Fylgst með fjörum
Nú sem endranær er fólk minnt á klósett eru ekki ruslafötur og að allt það sem hent er í salerni fer í sjó ef dælu- og hreinsistöðvar eru ekki virkar. Sjórinn hreinsar lífrænu efnin hratt of vel og slík mengun varir í skamman tíma. Rusl, eins og blautklútar, tannþráður, eyrnapinnar, smokkar og dömubindi, svo fátt eitt sé nefnt, er verra viðureignar og skilar sér á endanum í fjörur sem margar eru nýttar til útivistar.
Veitur hafa undanfarin ár látið fylgjast með fjörum í Reykjavík og ef rusl hefur borist í þær er það hreinsað. Svo verður áfram á meðan á þessu verkefni stendur.
Fylgjast má með stöðu á neyðarlúgum í fráveitusjá.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.