700 háskólanemar heimsóttu okkur á Orku- og vísindadeginum sem haldinn var á dögunum í Elliðaárstöð. Orkuveitan og dótturfélögin bjóða háskólanemum á hverju ári í eina stóra vísindaferð og var metþátttaka í ár.
Nemendurnir sýndu starfseminni mikinn áhuga og myndaðist frábær stemning í dalnum. Veitur kynntu sig sem vinnustað framtíðarinnar og fræddust nemendur meðal annars um nýsköpun, starfræna umbreytingu, hermilíkon og þrívíddarlíkön, kíktu inn í smádreifistöð rafmagns og lekaleitarbíl, skoðuðu öxuldælu, fræddust um rafmagn, vatnsmiðlana og fleira.
Við vonumst svo sannarlega til að fá sem flest af þessu frábæra unga fólki til að koma að vinna hjá Veitum í framtíðinni.