Á hverju ári endurnýja Veitur fjölda brunahana víðsvegar um borgina. Sumir hafa lent í tjóni á meðan aðrir eru að eldast og þarf að skipta út.
Í góðu samstarfi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinna Veitur að markvissri uppbyggingu og endurnýjun brunahana, ekki síst þar sem gott væri að fjölga þeim.
Það er mikilvægt að brunahanar séu aðgengilegir fyrir slökkviliðið og ekki of langt á milli þeirra til að hægt sé að tengja fljótt og örugglega. Auk þess skiptir höfuðmáli að brunahanar séu tengdir nógu stórum vatnslögnum til að ná upp þrýstingi og krafti í brunaslöngur þegar unnið er að slökkvistarfi.
„Slökkviliðið hefur árum saman unnið vel með Veitum til að tryggja að við höfum greiðan aðgang að nægu vatni þegar á þarf að halda. Brunahanar sem eru í góðu standi og rétt tengdir eru þar lykilhlekkur í árangursríku viðbragði“ segir Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri.
Veitur í samstarfi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins endurnýja og fjölga brunahönum
Veitur og Reykjavíkurborg bjóða upp á opinn hádegisfund þann 21. mars í tilefni af Alþjóðlegum degi vatnsins.