Í umrædda tanka sem eru þrír talsins á Reynisvatnsheiði safna Veitur heita vatninu sem kemur frá virkjunum. Hver tankur rúmar um 9.000 rúmmetra af u.þ.b. 80 gráðu heitu vatni og mun tankurinn sem nú er í byggingu verða sá fjórði í röðinni og er af sömu stærð.
Heita vatnið sem notað er á höfuðborgarsvæðinu kemur annars vegar frá lághitasvæðum í Mosfellsbæ og Reykjavík (Laugarnesinu og Elliðaárdal) og hins vegar frá virkjunum á háhitasvæðum á Nesjavöllum og á Hellisheiði.
Stefnt er að því að taka tankinn í notkun í desember, hér má nálgast beint streymi af uppsetningu tanksins.
Neysluvatn, hitaveita, rafmagn og fráveita eru lífsnauðsynlegir innviðir. Þetta eru grunnstoðir samfélagsins, forsenda öryggis, heilsu, atvinnuuppbyggingar og lífsgæða.
Nemar úr Listaháskólanum gera umhverfið notalegra með nýtingu afgangsvarma frá Veitum.