Í umrædda tanka sem eru þrír talsins á Reynisvatnsheiði safna Veitur heita vatninu sem kemur frá virkjunum. Hver tankur rúmar um 9.000 rúmmetra af u.þ.b. 80 gráðu heitu vatni og mun tankurinn sem nú er í byggingu verða sá fjórði í röðinni og er af sömu stærð.
Heita vatnið sem notað er á höfuðborgarsvæðinu kemur annars vegar frá lághitasvæðum í Mosfellsbæ og Reykjavík (Laugarnesinu og Elliðaárdal) og hins vegar frá virkjunum á háhitasvæðum á Nesjavöllum og á Hellisheiði.
Stefnt er að því að taka tankinn í notkun í desember, hér má nálgast beint streymi af uppsetningu tanksins.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.