Í umrædda tanka sem eru þrír talsins á Reynisvatnsheiði safna Veitur heita vatninu sem kemur frá virkjunum. Hver tankur rúmar um 9.000 rúmmetra af u.þ.b. 80 gráðu heitu vatni og mun tankurinn sem nú er í byggingu verða sá fjórði í röðinni og er af sömu stærð.
Heita vatnið sem notað er á höfuðborgarsvæðinu kemur annars vegar frá lághitasvæðum í Mosfellsbæ og Reykjavík (Laugarnesinu og Elliðaárdal) og hins vegar frá virkjunum á háhitasvæðum á Nesjavöllum og á Hellisheiði.
Stefnt er að því að taka tankinn í notkun í desember, hér má nálgast beint streymi af uppsetningu tanksins.
Vegna umfjöllunar um vatnsverndarsvæðin í Heiðmörk í Morgunblaðinu 17.apríl vilja Veitur koma eftirfarandi á framfæri.
Veitur bjóða til spennandi Nýsköpunarfestivals í Elliðaárstöð 3.- 5. júní. Opnað hefur verið fyrir skráningu.