Gangi veðurspár eftir gæti eftirspurnin eftir heitu vatni orðið 20.000 rúmmetrar á klukkustund. Vegna álags á hitaveituna gætu íbúar á einhverjum svæðum höfuðborgarsvæðisins fundið fyrir lækkun á þrýstingi en Veitur forgangsraða alltaf til húshitunar.
Við hvetjum fólk til að fara vel með varmann, athuga með þéttingar á gluggum og hurðum, tryggja að hitakerfið sé að virka rétt og láta ekki renna í heita pottinn á allra köldustu dögunum.
Við erum himinlifandi yfir að vera aftur komin í úrslit í stærstu þjónustukeppni Evrópu og í þetta sinn fyrir nýtingu gagna í þágu viðskiptavina.
Veitur vekja athygli á svikaskilaboðum þar sem viðtakendur eru beðnir að smella á hlekk til að velja raforkusala eða staðfesta þjónustu.