Gangi veðurspár eftir gæti eftirspurnin eftir heitu vatni orðið 20.000 rúmmetrar á klukkustund. Vegna álags á hitaveituna gætu íbúar á einhverjum svæðum höfuðborgarsvæðisins fundið fyrir lækkun á þrýstingi en Veitur forgangsraða alltaf til húshitunar.
Við hvetjum fólk til að fara vel með varmann, athuga með þéttingar á gluggum og hurðum, tryggja að hitakerfið sé að virka rétt og láta ekki renna í heita pottinn á allra köldustu dögunum.
Orkuveitan og dótturfélagið Veitur hafa samþykkt samninga við North Tech Drilling ehf. og ítalska fyrirtækið Hydro Drilling S.R.L. um borun allt að 35 jarðhitahola í kjölfar útboðs fyrirtækjanna sem fram fór í ágúst 2024.
Veitur og Reykjavíkurborg stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2025, í nóvember síðastliðnum.