Í gegnum tíðina hafa Veitur lagt mikla áherslu á gæði verka en síðustu misseri höfum við aukið þá áherslu – með uppfærðum gæðaferlum og skýrari kröfum til verktaka. Næsta skref í þessari gæða vegferð er námskeiðið „Meðhöndlun lagnaefnis“, sem haldið er í samstarfi við Set ehf.
Námskeiðið er skyldunámskeið og ætlað verktökum og starfsfólki sem kemur að móttöku, geymslu og meðhöndlun lagnaefnis. Markmiðið er að samræma verklag, auka fagmennsku og draga úr hættu á skemmdum og mistökum sem geta kostað bæði tíma og peninga.
Rétt meðhöndlun lagnaefnis skilar sér í betra verki, lengri endingartíma og færri bilanatilfellum. Námskeiðið er hannað til að styðja við það markmið – með skýrum verkferlum og sameiginlegum skilningi á mikilvægi hverrar aðgerðar.
Fagmennska – frá móttöku til áhleypingar
Að tryggja rétt verklag frá fyrsta degi framkvæmdar er lykilatriði til að ná góðum árangri í heild – og með því að fá alla að borðinu, bæði verktaka og starfsfólk, má byggja upp traust, samræmd vinnubrögð og áframhaldandi hækkun á gæðaviðmiðum.
Það er skylda fyrir alla samstarfsaðila Veitna sem koma að lagnavinnu – sérstaklega þá sem vinna í kringum móttöku og meðhöndlun lagnaefnis – að taka þátt og leggja sitt af mörkum til betri vinnubragða og sterkari verkefna.
Hagnýtar upplýsingar og skráning