Um er að ræða samvinnuverkefni Veitna og Reykjavíkurborgar en auk þess hefur Borgarlínu verið úthlutað svæði undir starfsemi sína á torginu. Fyrsti áfangi er á Laugavegi, frá Snorrabraut að húshorninu til móts við Hlemm Mathöll. Í sumar verða lagnir og yfirborð einnig endurnýjað á Rauðarárstíg, frá Bríetartúni að Hlemmtorgi.
Breytingin nær til lóða og almenningsrýma sem eru í eigu Reykjavíkurborgar. Stækka á Hlemmtorg með því að breyta umferð um svæðið sem Mandaworks í Svíþjóð og DLD- Dagný Land Design hönnuðu. Yrki arkitektar unnu svo deiliskipulag að svæðinu í samstarfi við Reykjavíkurborg og hönnuði.
Á kaflanum á Laugavegi – er svokallaður snákur leiðandi þáttur en það er stálprófíll sem rís og hnígur og afmarkar þjónustuleiðir í götunni. myndar afmarkað svæði með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Yfirborð snáksins er myndað með náttúrusteini, en leiðin þjónar einnig hlutverki blágrænna ofanvatnslausna. Sólarmegin á Laugarveginum er gert ráð fyrir að veitingastaðir geti vaxið út í göngurýmið.
Verkefnið á Hlemmi er umfangsmikið og ljóst að í því felst töluvert rask. Lögð verður áhersla á að halda góðu aðgengi að verslun, veitingahúsum og annarri þjónustu á svæðinu og greitt fyrir umferð gangandi, hjólandi og Strætó sem kostur er.
Nánari upplýsingar um verkefnið: https://reykjavik.is/hlemmur
Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.
Daði Jóhannesson og Hrefna Haraldsdóttir eru nýir deildarstjórar hjá Veitum.
Við fengum þann mikla heiður í vikunni að fá að taka á móti tveimur dómurum frá Evrópsku þjónustuverðlaununum ECCCSA (European Contact Centre and Customer Service Awards).