Neyðarlúgur geta opnast í miklu úrhelli og hláku eins og við sögðum frá í þessari frétt fyrir stuttu.
Fráveitukerfin eru hönnuð þannig að þegar öfgakenndar aðstæður í úrkomu og ofanvatni skapast þá virkjast neyðarlúgur í dælustöðvum og óhreinsað skólp rennur til sjávar. Þetta er mikilvægur þáttur í virkninni til að koma í veg fyrir að skólp komi upp um niðurföll í híbýlum fólks. Við minnum á að Í fráveitusjánni okkar er hægt að fylgjast með því í rauntíma hvort óhreinsuðu skólpi hafi verið dælt út í sjó.
Við hvetjum öll sem stunda sjósund að kíkja á fráveitusjána áður en þau fara í sjóinn.
Þegar neyðarlúgur opna vinna Veitur samkvæmt skilgreindu verkferli sem m.a. felur í sér upplýsa Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og fara af stað með vöktun og hreinsun á fjörum. Tíðarfar hefur mikil áhrif á líftíma örvera í sjó og hafa hita- og birtustig þar mest áhrif. Á þessum árstíma lifa örverur í um 4-5 tíma í sjónum og skemur þegar hlýrra.
Rusl á ekki heima í klósettum
Nú sem endranær er fólk minnt á að einungis líkamlegur úrgangur og salernispappír eiga að fara í klósett. Rusli á aldrei að henda í klósett, sé það gert getur það endað í sjónum og skilað sér upp í fjörur.
Daði Jóhannesson og Hrefna Haraldsdóttir eru nýir deildarstjórar hjá Veitum.
Við fengum þann mikla heiður í vikunni að fá að taka á móti tveimur dómurum frá Evrópsku þjónustuverðlaununum ECCCSA (European Contact Centre and Customer Service Awards).