Veitur boða til íbúafundar á Akranesi til að eiga samtal við bæjarbúa um þjónustu fyrirtækisins í sveitarfélaginu. Fundurinn verður haldinn í Golfskálanum miðvikudaginn 19. nóvember kl. 19.30-21.30.
Haraldur Benediktsson bæjarstjóri opnar fundinn og Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna fer yfir starfsemi fyrirtækisins í bænum.
Sólrún mun meðal annars ræða fyrirhugaða leit að heitu vatni, hvers vegna lekar eru algengari á sumum svæðum en öðrum og hvernig Veitur munu vaxa með samfélaginu á Skaganum.
Fundurinn er öllum opinn og nægur tími gefst til að svara spurningum úr sal.
Öll velkomin


Aukið afhendingaröryggi með gögnum frá snjallmælum

Reykjavíkurborg og Veitur stóðu fyrir samkeppni um tvö ljóslistaverk í almannarými borgarinnar fyrir Vetrarhátíð 2026. Verkin sem urðu fyrir valinu eru ...