Að hlaða rafbílinn

Áður en ákveðið er hvernig hlaða skal rafbílinn heima er mikilvægt að skoða uppsetningu hleðslulausna. Hér má finna góð ráð og upplýsingar þess efnis.

Heimtaugar í fjölbýlishúsum

Fjölbýlishús eru mjög mismunandi af stærð og gerð. Heimtaugar flestra fjölbýlishúsa ráða við að hlaða fjölda raf- og tengiltvinnbíla.

Við val á hleðslulausn fyrir fjölbýlishús er nauðsynlegt að velja lausn með álagsstýringu til að hámarka nýtingu heimtaugar og yfirlesta hana ekki.

Hversu stór er heimtaugin í mitt fjölbýlishús?

Yfirleitt er hægt er að sjá hversu stór heimtaug er með því að skoða stærð aðalvara í rafmagnstöflu.

Teikning af rafmagnstöflum

Er ég með einfasa eða þriggja fasa rafmagn?

Í langflestum tilvikum er þriggja fasa rafmagn í fjölbýlishúsum.

Þættir sem þarf að hafa í huga:

Stærð heimtaugar

  • ​Mikilvægt er að skoða álag heimtaugar. Ýmsir rafverktakar geta aðstoðað við það.
  • Sé heimtaug ekki nægileg fyrir væntanlega rafbílahleðslu, er hægt að sækja um stækkun á Mínum síðum Veitna.
  • Húsfélög geta sótt um stækkun heimtaugar eða í undantekningartilvikum viðbótarheimtaug inn á lóð eða inn fyrir vegg í bílgeymslu ef núverandi heimtaug ber að mati Veitna ekki fyrirséða rafbílahleðslu. Nánari upplýsingar er að finna í verðskrá Veitna.

Hleðsluþörf

  • Hversu marga bíla á að hlaða?
  • Meðalakstur fóksbíls er um 40 km á dag og því er meðalorkuþörf aðeins 8 kWh á dag. Að jafnaði standa einkabílar fyrir utan heimili í 8-14 klukkustundir á dag, sem er nægur tími til að hlaða þessar 8 kWh. Álagsstýring er því lykillinn að góðri hleðslulausn.
Stærð greinar/öryggjaHeildar hleðsluaflDrægni á 1 klst. hleðsluFjöldi rafbíla sem hægt er að hlaða*
3x32A22 kW110 km.33
3x63A43 kW215 km.65
3x100A69 kW345 km.104
3x150A104 kW520 km.156

* miðað við 20 kWh eyðslu á 100 km., hleðslulausn með álagsstýringu og 12 klst. hleðslutíma á sólarhring.

Athugið að margar hleðslustöðvar geta verið undir hverri grein.

Orkumæling

  • Flestar hleðslulausnir fyrir fjölbýlishús bjóða upp á greiðslukerfi til að dreifa raforkukostnaði milli notenda.
  • Einnig er hægt að fá rafverktaka til að setja upp frádráttarmæla frá viðurkenndum aðila í töflu. Ekki er mælt með notkun frádráttarmæla í tengli.

Hvenær er best að hlaða?

Rafmagnsálag heimila nær yfirleitt hámarki á tímabilinu 16:00-22:00 síðdegis en er síðan í lágmarki frá 22:00-06:00. Við mælum með því að hlaða á þeim tíma þar sem álagið er minnst. Flestum dugar að hlaða yfir nóttina þegar önnur notkun heimilis er lítil.

Flestir rafbílar og sumar hleðslustöðvar bjóða upp á þann möguleika að stilla hvenær hleðsla á að hefjast.

Graf sem sýnir dæmigerða notkun

Þarftu aðstoð?

Hafðu samband við þjónustuver Veitna og við leiðbeinum þér. Einnig búa söluaðilar hleðslulausna yfir reynslu og þekkingu um lausnir fyrir heimili og fjölbýlishús. Þá er hægt að hafa samband við rafverktaka til ráðlegginga og/eða uppsetningar.