Hollráð fyrir heitt vatn
Engir sófar fyrir framan ofna
Setjum ekki sófa fyrir framan ofna - það gæti blekkt hitaskynjara.
Lesa fleiri hollráðHeita vatnið sem notað er á höfuðborgarsvæðinu kemur annars vegar frá lághitasvæðum í Mosfellsbæ og Reykjavík (Laugarnesinu og Elliðaárdal) og hins vegar frá virkjunum á háhitasvæðum á Nesjavöllum og Hellisheiði.
Hér á árum áður var hvert hverfi höfuðborgarsvæðisins annað hvort með vatn frá lághitasvæðum eða virkjunum en nú er sífellt algengara að við færum hverfi af einni tegund vatns yfir á aðra, oft tímabundið ef það hentar vinnslunni. Yfirleitt er það gert til að hvíla borholur í Reykjavík svo rekstur þeirra verði eins sjálfbær og kostur er.
Helsti munur á innihaldi vatnsins sem kemur frá lághitasvæðum og virkjunum er magn kísils. Kísilríkt heitt vatn myndar hrúður sem sest á kranaop og víðar þegar það kólnar. Mest er af kísli í heita vatninu sem kemur úr borholunum á Laugarnesinu þar sem vatnið er heitast. Vatnið sem kemur frá Nesjavöllum og Hellisheiði er aftur á móti upphitað grunnvatn með litlu kísilmagni.
Hollráð fyrir heitt vatn
Setjum ekki sófa fyrir framan ofna - það gæti blekkt hitaskynjara.
Lesa fleiri hollráð