Þjón­ustu­könnun Veitna 2025

Taktu þátt og hjálpaðu okkur að móta þjónustu Veitna til framtíðar!

Nú stendur yfir þjónustukönnun hjá Veitum.

Ein af lykiláherslum Veitna er að vera fyrri til að mæta þörfum viðskiptavina okkar. Við viljum hafa frumkvæði að því að bjóða réttu lausnirnar með kvikri og snjallri þjónustu.

Til að vita hvar við stöndum og hvar við getum gert betur viljum við kanna upplifun viðskiptavina okkar og viðhorf þeirra til fyrirtækisins. 

Þjónustukönnunin er framkvæmd af Prósent og er fullum trúnaði heitið. Gert er ráð fyrir að könnunin standi yfir í tvær vikur. 

Með fyrir fram þökk fyrir þátttökuna, 

Veitur

Hvernig getum við aðstoðað þig?