Þegar gefin eru út tilmæli um að sjóða neysluvatn þá þarf fólk að hafa ýmislegt í huga.
Heilbrigðiseftirlitin á sínum svæðum fylgjast með neysluvatni og taka reglulega sýni úr því. Á sumum svæðum eru lýsingartæki nýtt til að tryggja að örverur komist ekki með neysluvatni heim til fólks. Slíkt er sérlega mikilvægt þar sem yfirborðsvatn er notað þar sem það inniheldur náttúrulega meira magn af örverum heldur en grunnvatns.
Veitur taka hlutverk sitt í að tryggja heilsusamlegt neysluvatn alvarlega. Náttúruhamfarir, bilun í tækjum og slys geta þó orðið til þess að sjúkdómsvaldandi örverur finnist í vatninu og þá fer ákveðið ferli í gang í samvinnu við matvælastofnun, heilbrigðiseftirlit á hverju svæði ásamt umdæmislækni sóttvarna sem lesa má um hér.
Metið er hverju sinni hvort þörf sé á opinberri tilkynningu til notenda og þá er tekið mið af örverumagni, tegund örveru í vatni, hvort hætta stafi af því og hvort ástæða sé fyrir almenning að bregðast við og er miðað við flokkun frávika í neysluvatnsreglugerð.
Fólk er mis viðkvæmt fyrir örverumengun í vatni, þó slíkt sé óæskilegt fyrir öll. Áhrifin eru misjöfn og misalvarleg. Nánari upplýsingar um matarbornar sýkingar, orsakir og afleiðingar má finna hjá sóttvarnalækni.
Þegar gefin eru út tilmæli um að sjóða neysluvatn þá þarf fólk að hafa ýmislegt í huga.
Listarnir hér að neðan eru ekki tæmandi og hver og einn þarf að skoða sitt umhverfi. Ómeðhöndlað (ósoðið vatn) má ekki drekka eða innbyrða með mat.
Allt vatn sem er drukkið þarf að sjóða fyrst og kæla eftir atvikum.
Sjóða þarf allt vatn sem notað er til að:
Vatnið þarf að bullsjóða, það þýðir að sjóða í a.m.k. 1 mínútu. Hraðsuðukatlar bullsjóða vatn, en ef örbylgjuofn er notaður þarf að tryggja að vatnið sjóði almennilega.
Athuga þarf sérstaklega ef varmadæla er notuð til að hita neysluvatn fyrir kranana þá má gera ráð fyrir að heita vatnið á heimilinu sé mengað líka.