Stjórn

Stjórn Veitna skipa Hrund Rudólfsdóttir formaður, Ágúst Þorbjörnsson, Íris Baldursdóttir, Guðrún Erla Jónsdóttir og Ásgeir Westergren. Varafólk eru Bára Jónsdóttir og Reynir Guðjónsson.

Hrund Rudólfs­dóttir

Hrund er margreyndur stjórnandi og stýrði m.a. Veritas hf í rúmlega áratug og þar á undan var hún framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Marel. Þá gegndi Hrund hlutverki varaformanns Viðskiptaráðs en lét af störfum þar nýlega. Hrund situr í stjórnum Expectus, Nova og Skaga.

Ágúst Þorbjörnsson

Rekstrarráðgjafi, lauk meistaraprófi í iðnaðarverkfræði frá háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi árið 1993 og stundar nú doktorsnám við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur áratugareynslu af rekstrarráðgjöf, meðal annars hjá Hagvangi og PriceWaterhouseCoopers, og hefur rekið eigið fyrirtæki á því sviði frá árinu 1999.

Ásgeir Westergren

Var deildarstjóri áhættustýringar hjá Reykjavíkurborg áður en hann kom til starfa á fjármálasviði Orkuveitunnar árið 2015. Hann er með M.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á fjárfestingastjórnun og áhættustýringu frá Háskóla Reykjavíkur. Hjá Orkuveitunni hefur Ásgeir starfað lengst af sem forstöðumaður áhættustýringar en starfar nú að málefnum tengdum fjármögnun Orkuveitunnar og dótturfélaga, samskiptum við fjárfesta og fjárhagslegum greiningum.

Guðrún Erla Jóns­dóttir

Guðrún Erla auk M.Sc.prófi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands 2006 og doktorsnámi, PhD, við sama skóla árið 2022. Hún hafði viðkomu í þremur erlendum háskólum á skólagöngu sinni, San Diego State University, Copenhagen Business School og Syddansk Universitet.

Sérhæfing hennar er á sviði stjórnarhátta og stefnumótandi hlutverks stjórna. Guðrún Erla starfaði, fyrst kvenna, sem framkvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur frá 2008 þar til hún gekk til liðs við Orkuveituna árið 2015. Hún var fyrst kvenna til að taka sæti í stjórn Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja, árið 2012 og var sú fyrsta í sæti varaformanns frá árinu 2016 - 2019. Hún gegndi stöðu stjórnarformanns Veitna ohf. frá 2018-2024. 

Íris Bald­urs­dóttir

Stjórnandi með viðamikla reynslu af rekstri og þróun raforkukerfa á Íslandi og erlendis. Hún lauk meistaraprófi í rafmagnsverkfræði frá KTH í Stokkhólmi 2001 og, síðar, AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona 2021. Íris hefur starfað fyrir alþjóðlega rafbúnaðarframleiðandann ABB í Svíþjóð og Mexikó sem og hjá Landsneti í 15 ár, síðustu árin sem framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs. Íris er nú ráðgjafi hjá samtökum flutningsfyrirtækja raforku í Evrópu, ENTSO-E, og jafnframt stofnandi og framkvæmdastjóri Snerpa Power.

Bára Jóns­dóttir

Lögfræðingur hjá Orkuveitunni, lauk lögfræðiprófi (mag.jur.) frá Háskóla Íslands árið 2012 og fékk lögmannsréttindi 2013. Hún starfaði fyrir slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans og SPRON frá útskrift til 2014. Þá tók við starf hjá Seðlabanka Íslands þar til hún gekk til liðs við Orkuveituna árið 2015. Bára á jafnframt sæti í stjórn Stéttarfélags lögfræðinga.

Reynir Guðjónsson

Öryggisstjóri Orkuveitunnar. Hann hefur langa reynslu af starfi á því sviði. Hann vann hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um árabil og var öryggisfulltrúi hjá RioTinto-Alcan og gæðastjóri þar. Hann vann einnig sem forvarnarfulltrúi hjá VÍS um tveggja ára skeið.

Hvernig getum við aðstoðað þig?