Rafmagn getur verið hættulegt viðfangs og því mikilvægt að umgangast það rétt. Hér eru nokkrar nytsamlegar ábendingar varðandi umgengni í nálægð við rafmagn.
Þegar kemur að því að hita upp verandir í heimahúsum og útisvæði á veitingastöðum dettur mörgum gashitarar fyrst í hug. Hins vegar eru til rafmagns útihitalampar sem eru í mörgum tilfellum mun hentugri kostur.
Rafmagns útihitalampi hitar upp það efni sem geislinn lendir á, en ekki loftið eins og gashitari gerir. Þeir vinna þó ekki á móti vindkælingu, svo mikilvægt er að hugsa vel um staðsetningu og hversu öflugan lampa þarf. Þeir henta vel á smærri útisvæðum en minna á opnum svæðum. Lampinn hitar upp þann massa sem hann lendir á, sem gerir það auðveldara að stjórna því hvar hitinn lendir. Ólíkt mörgum staðgengilsvörum eins og gashitarum, eru rafmagnslampar mjög fljótvirkir. Nauðsynlegt er að hafa rafmagnstengil fyrir lampann, sem er til staðar á mörgum veröndum.
Útihitalampar nýtast bæði einstaklingum og fyrirtækjum.
Fyrir Einstaklinga:
Hentugt fyrir yfirbyggðar svalir eða á pallinn.
Geta aukið hitann um allt að 10°C.
Frábært undir markísur, við glugga og í vindasömum svæðum.
Fyrir Fyrirtæki:
Við borð í köldum stöðum á veitingahúsum með mikilli lofthæð.
Við glugga þar sem þörf er á auknum hita.
Í sýningartjöld.
Á útimörkuðum.
Til að hita yfirbyggð útisvæði.
Í lagerhúsnæði.
Í verslunarhúsnæði.
Orkukostnaður á klukkustund er gróft áætlaður um 3-5 sinnum meiri ef notaður er gashitari. Hins vegar eru eiginleikar útihitalampa og gashitara ólíkir, svo þú þarft að meta hvað hentar best fyrir þig. Mismunandi hitarar henta mismunandi svæðum og uppsetningarkostnaður getur verið mjög breytilegur eftir aðstæðum.
Rafmagn eða Gas?
Nokkur atriði um notkun á rafmangs útihitara:
Hljóðlaus.
Engin sprengihætta.
Fljótvirk hitun.
Trygg orka, rafmagnið klárast ekki!
Umhverfisvæn orka.
Hitar það sem geislinn beinist að.
Skilar orkunni vel.
Nokkur atriði um notkun á gas útihitara:
Hljóð frá gasinu.
Sprengihætta.
Léleg hitadreifing.
Íkveikjuhætta.
Gasið getur klárast á óhentugum tíma.
Gasið myndar koltvísýring sem fer út í andrúmsloftið.
Gashitarar hafa verið vinsælir hér á landi í mörg ár og eru notaðir til að hita bæði óyfirbyggð og yfirbyggð svæði. Einn kostur við gashitara er að ekki þarf rafmagnstengil, sem veitir meiri möguleika á staðsetningu. Hins vegar eru nokkrir gallar, þar á meðal hljóð frá gasinu, sprengihætta, léleg hitadreifing, íkveikjuhætta, og það að gasið getur klárast á óhentugum tíma, auk losunar koltvísýrings í andrúmsloftið.