Hollráð um rafmagn

Rafmagn getur verið hættulegt viðfangs og því mikilvægt að umgangast það rétt. Hér eru nokkrar nytsamlegar ábendingar varðandi umgengni í nálægð við rafmagn.

Notkun á tölvum og tækjum

Á dæmigerðu íslensku heimili eru nokkur sjónvarpstæki, hljómtæki, heimabíó, DVD spilarar, leikjatölvur, myndlyklar, hleðslutæki fyrir myndavélar og síma, tölvur og tölvuskjáir, prentarar, og tölvuhátalarar svo eitthvað sé nefnt. Allt of algengt er að öll þessi tæki séu skilin eftir í gangi eða á „stand-by" eftir notkun. Það er því góð regla að taka hring um heimilið á hverju kvöldi og sjá til þess að slökkt sé á öllum rafmagnstækjum. Oft er þægilegt að nota fjöltengi með straumrofa. Þrátt fyrir að tölvur séu orkufrekar geta þær líka verið umhverfisvænar. Tölvusamskipti spara okkur oft sporin, viðskipti eru rafræn, upplýsingar liggja fyrir á netinu og svo framvegis. Við hvetjum t.d. okkar viðskiptavini til að skrá sig í rafrænar boð- eða beingreiðslur og stuðla þannig að minni pappírsnotkun.

  • Skjáhvílur (Screen savers) spara ekki rafmagn - slökkvum á skjánum.
  • Fartölvur nota minni orku en turntölvur.
  • Tökum öll hleðslutæki úr sambandi eftir notkun.
  • Söfnum saman ónýtum rafhlöðum og skilum í Sorpu.
  • Kaupum heimilistæki merkt A, A+ eða A++. Athugið að sum tæki fást best merkt B. Tæki merkt C nota að jafnaði 15-30% meiri orku en B.

Hvernig getum við aðstoðað þig?