Rafmagn getur verið hættulegt viðfangs og því mikilvægt að umgangast það rétt. Hér eru nokkrar nytsamlegar ábendingar varðandi umgengni í nálægð við rafmagn.
Í langflestum þvottahúsum á heimilum eru þvottavél og þurrkari. Þessi tæki eru talsvert orkufrek. Gera má ráð fyrir að raforkunotkun þvottavéla sé 10% af notkun heimilisins og þurrkara sé 12%. Beita má ýmsum ráðum, bæði við val á tækjum og nýtingu þeirra, til að minnka rafmagnsnotkunina.