Njótum lífsgæða sem rafmagnið færir okkur og höfum öryggið í fyrirrúmi.
Í langflestum þvottahúsum á heimilum eru þvottavél og þurrkari. Þessi tæki eru talsvert orkufrek. Gera má ráð fyrir að raforkunotkun þvottavéla sé 10% af notkun heimilisins og þurrkara sé 12%. Beita má ýmsum ráðum, bæði við val á tækjum og nýtingu þeirra, til að minnka rafmagnsnotkunina.