Hollráð um rafmagn

Rafmagn getur verið hættulegt viðfangs og því mikilvægt að umgangast það rétt. Hér eru nokkrar nytsamlegar ábendingar varðandi umgengni í nálægð við rafmagn.

Rafmagnsnotkun í þvottahúsi

Í langflestum þvottahúsum á heimilum eru þvottavél og þurrkari. Þessi tæki eru talsvert orkufrek. Gera má ráð fyrir að raforkunotkun þvottavéla sé 10% af notkun heimilisins og þurrkara sé 12%. Beita má ýmsum ráðum, bæði við val á tækjum og nýtingu þeirra, til að minnka rafmagnsnotkunina.

  • Þvoum ekki eða þurrkum með hálf tómar vélar nema valið sé kerfi sem styttir þvotta og þurrktíma eftir magni.
  • Þvoum ekki við hærri hita en nauðsynlegt er. Að þvo við 60° í stað 90° minnkar rafmagnsnotkun um helming.
  • Hengjum þvottinn út á snúru þegar tækifæri gefst.
  • Hreinsum rakaþéttinn í þurrkaranum þrisvar til fjórum sinnum á ári.
  • Hreinsum lósíuna á þurrkaranum reglulega.
  • Þurrkarar með rakaskynjara stoppa þegar ákveðnu rakastigi er náð og nýta orkuna því betur.
  • Flestar nýrri þvottavélar eru með orkusparandi þvottakerfi, en þau kerfi nota jafnan 15-30% minni orku en hefðbundin þvottakerfi.
  • Besta orkunýtni þvottavéla og þurrkara samkvæmt Evrópustaðli er A+++ (heimild: natturan.is). Söluaðilum er skylt að merkja tækin skv. þessum staðli.

Hvernig getum við aðstoðað þig?