Rafmagn getur verið hættulegt viðfangs og því mikilvægt að umgangast það rétt. Hér eru nokkrar nytsamlegar ábendingar varðandi umgengni í nálægð við rafmagn.
Þegar dimma fer er nauðsynlegt að huga að inni- og útilýsingu bæði á heimilum og hjá fyrirtækjum. Mikilvægt er að huga vel að hönnun lýsingar þar sem hún hefur áhrif á líðan okkar og veitir öryggi. Mikill munur er á lýsingarþörf og er hún ekki sú sama í stofu, tölvuherbergi eða baði. Þess vegna er mikilvægt að skoða vel hvar á að nota ljósið og til hvers.
Einnig ber að hafa í huga að lýsingarþörf einstaklinga eykst eftir því sem aldurinn færist yfir. Ýmsar tegundir af ljósnemum eru til á markaðnum eins og t.d. að neminn kveiki á útiljósum þegar dimmir og slekkur þegar birtir. Eins er til nemi sem fer eftir tímastillingu. Einnig eru til hreyfinemar sem kveikja ljós þegar hreyfing er, slíkt getur reynst góð þjófavörn.
Hér er lítið dæmi: Gefum okkur að við séum með sparperu sem er 10 W (vött) =0,01 kW (kílóvatt). Það þýðir að það þarf 0,01 kílóvattstund af rafmagni til að láta peruna loga í eina klukkustund. Kostnaður við hverja kílóvattstund er u.þ.b. 14 krónur þannig að hver klukkustund kostar því 0,14 krónur. Ef peran logar a.m.t. í 7 klst. á dag kostar dagurinn eina krónu.
Á vef Orkuseturs er reiknivél þar sem hægt er að bera saman ýmsar tegundir ljósapera, endingu og kostnað.