Rafmagn getur verið hættulegt viðfangs og því mikilvægt að umgangast það rétt. Hér eru nokkrar nytsamlegar ábendingar varðandi umgengni í nálægð við rafmagn.
Eldhúsið er að öllu jöfnu sá staður heimilisins þar sem mest orka er notuð. Flest eldhústæki eru rafknúin en þó eru nokkrir sem nota gaseldavélar. Við mælum hins vegar frekar með span helluborðum sem nýta orkuna vel og hitna hratt. Að mörgu má hyggja til að tryggja hagkvæma orkunýtingu í eldhúsinu. Hér eru nokkur ráð:
Gott ráð til að mæla orkunotkun ísskáps og frystikistu: Til þess að mæla notkun ísskáps og frystikistu mælum við með að lesa af rafmagnsmæli áður en farið er að sofa, því þá eru engin önnur tæki í gangi, og svo aftur að morgni.
Notkunin er svo reiknuð út svona:
Notkun á sólahring = ((álestur að morgni-álestur kvöldi áður) / (tímanum milli álestra í klukkustundum)) * 24 klukkustundir.