Njótum þess að hlýja okkur. Heita vatnið okkar er auðlind sem við eigum öll saman. Þegar kalt er úti skiptir máli að nýta heita vatnið vel.
Íslensk heimili nota árlega að meðaltali 4-5 tonn af heitu vatni á hvern m2 húsnæðis. Um 90% af notkuninni eru vegna húshitunar og afganginn notum við til annarra hluta eins og að fara í bað eða sturtu, þrífa heimilið og vaska upp.
Til að minnka heitavatnsnotkunina og lækka orkureikninginn liggur því beinast við að skoða vel hvernig við nýtum heita vatnið sem best til húshitunar.Hvað telst eðlileg notkun þegar kemur að hitaveitu? Margt getur haft áhrif á hversu mikið heitt vatn er notað; stærð húsnæðis og tegund, fjöldi heimilisfólks, einangrun hússins, stillingar hitakerfis og fleira. Á mínum síðum hér á vefnum getur þú borið þína notkun saman við aðra sem eru í svipað stóru húsnæði eða nýtt þér neðangreinda töflu til að áætla notkunina.
Viðmiðunartafla við útreikning á nýtingu heita vatnsins.
Tegund eignar | Notkunarstuðull m3 |
Stór fjölbýlishús | 1,0 - 1,4 |
Minni fjölbýlishús | 1,1 - 1,5 |
Einbýlishús | 1,2 - 1,8 |
Verslunarhúsnæði | 0,6 - 0,8 |
Skrifstofuhúsnæði | 0,5 - 0,8 |
Iðnaðarhúsnæði | 0,4 - 1,0 |
Lagerhúsnæði | 0,3 - 0,8 |