- .
Síu komið fyrir á dreifilögn hitaveitu
Um verkefnið: Hitaveita setur síu á dreifilögn hitaveitu við Laugarnesveg. Á svæðinu hefur verið viðvarandi áskorun að hreinsa óhreinindi sem berst í síur við inntak heima hjá íbúum og í einstaka tilfellum hafa heimilissíur ekki dugað til.
Með framkvæmdinni er síubúnaður settur á dreifilögn þar sem starfsfólk getur hreinsað síuna með lítilli fyrirhöfn og engu yfirborðsraski áður en óhreinindi berast lengra. Yfir búnaðinn er settur skápur til að verja almenning fyrir brunahættu og búnað fyrir hnjaski og veðurálagi.
Framkvæmdin er til bráðabirgða þar til varanlegur búnaður í dælustöð hitaveitu fyrir hverfið kemur til landsins og er settur upp.
Þrenging verður sett upp á götu á meðan skápurinn er settur upp og aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda tryggt framhjá svæðinu á meðan unnið er.
Uppfært 14.10.2024: Vinna hefst í kringum helgina 18. og 19. október. Þar til síubúnaðurinn er settur upp er starfsfólk Veitna á staðnum tvisvar á dag að hreinsa lagnir til að fyrirbyggja að óhreinindi berist í síur heima hjá fólki.
Vinnusvæði: Gangstétt við Laugarnesveg 74a
Tímaáæltun: Vinna í tvo daga í byrjun október 2024. Nákvæm tímasetning er ekki ljós. Uppfærð tímaáætlun gerir ráð fyrir vinnu í kringum 20. október.
Yfirumsjón fyrir hönd Veitna: Indriði Hauksson
Samskipti vegna verks: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna