Um verkefnið: Endurnýja þarf háspennustreng á staðnum vegna bilunar í núverandi streng. Unnið verður meðfram Miðholti og Háholti.
Götur verða opnar allan tímann og aðgengi á svæðinu tryggt. Áhersla er lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks.
Framkvæmdin orsakar ekki rafmagnsleysi.
Uppfært 17.10. 2024: Vegna anna hjá malbikunaraðila tekst ekki að malbika í vikunni, en það á að klárast fystu vikuna í nóvember með öllum frágangi.
Uppfært 15.10.2024: Framkvæmdum er lokið að mestu og einungis á eftir að malbika og ganga frá yfirborði. Það verður gert í þessarri viku ef veður leyfir.
Vinnusvæði: Við Háholt og Miðholt í Mosfellsbæ
Tímaáætlun: 4. september til 15. október
Verkefnastjóri Veitna: Finnbogi Karlsson
Samskipti varðandi framkvæmdina: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna