Borg­arnes og nágrenni

- .

Rannsóknir á jarðhita

Um verkefnið: Rannsóknarholur verða boraðar á 11 stöðum í Borgarnesi og nágrenni við Borg á Mýrum. Þetta eru um 60m. djúpar holur sem verða boraðar til að kanna með vatn og hitastig með það í huga að bæta við hitaveitu á svæðinu. Rask verður í lágmarki þar sem létt bortæki eru notuð svo ekki er þörf á vegagerð eða sérstökum borplönum.

Þetta er einungis til rannsókna á þessu stigi málsins og niðurstöður þeirra ráða mestu um framhaldið og hvernær það yrði.

Verkefnið er unnið í samráði við Borgarbyggð og landeigendur.

Tímaáætlun: Maí til júní 2024

Vinnusvæði: 10 holur verða boraðar við Borg á Mýrum og ein í þéttbýli í Borgarnes

Hvernig getum við aðstoðað þig?