- .
Viðhald útrásarlagnar fráveitu við Kalmansvík
Verkefnið:
Veitur vinna að viðhaldi útrásarlagnar úti fyrir Kalmansvík. Lögnin dælir hreinsuðu skólpi út frá hreinsistöðinni í Kalmansvík og út í sjó. Lögnin hefur orðið fyrir ágangi sjávar og því nauðsynlegt að styrkja hana.
Vinnan fer fram spölkorn frá landi og því má eiga von á að bátur og kafarar verði á svæðinu við störf.
Viðhaldið hefur engin áhrif á starfsemi fráveitunnar, umhverfið eða þá hreinsun sem á sér stað í stöðinni. Íbúar og gestir á tjaldsvæðinu verða því ekki vör við neinar breytingar á fráveitunni, en munu sjá starfsmenn við vinnu á sjónum. Fyllsta öryggis er gætt við vinnuna og verktakinn hefur langa reynslu af slíkum störfum.
Vinnusvæði:
Í sjónum úti fyrir Kalmansvík
Tímaáætlun:
12.-30. júní 2023
Verktaki: Sjótækni