Verkefnið: Lagt verður tvöfalt kerfi hitaveitu í hesthúsahverfið við gamla Andvara í Garðabæ. Lagning hitaveitu í hverfið mun hjálpa til við að nýta hitaveitukerfið betur á svæðinu og koma í veg fyrir sóun.
Götur verða unnar í þessari röð samkvæmt áætlun:
Andvaravellir
Blesavellir
Dreyravellir
Fluguvellir
Tímaáætlun, uppfærð: Apríl til loka júní 2024.
Verkefnastjóri Veitna: Sveinbjörn Hólmgeirsson
Samskipti vegna framkvæmda: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna.
Verktaki: Óskatak
Uppfært 27.8.2024: Verið er að leggja heimlagnir í húsin þessa dagana. Gert er ráð fyrir að því ljúki um og eftir miðjan september.
Uppfært 25.6.2024: Dreifikerfið er tilbúið og nú er vinna að hefjast á næstunni við lagningu heimlagna á svæðinu. Gera má ráð fyrir að götur verði þveraðar á meðan það er gert, en það verður ávallt gert með öryggi allra í huga og hjáleiðir tryggðar.
Uppfært 9.4.2024: Vinna hefst að nýju á næstu dögum. Götur verða teknar ein í einu og skurði lokað áður en haldið er áfram. Áhersla er lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks.
Uppfært 27.12.2023: Ákveðið var í nóvember að framkvæmdum við hitaveitu við Andvaravelli verði frestað þar til snemma vors 2024. Ástæðan er áhætta á að ekki sé hægt að vinna í vetrarfærðinni með þeim afleiðingum að skurðir eru opnir og hefta aðgengi á svæðinu.
Uppfært 28.11.2023: Í vikunni lýkur vinnu þar sem Dreyravellir eru þveraðir. Við Kjóavelli er opinn skurður og verður unnið að Vatnsendavegi og áætlað er að sú vinna geti klárast á næstu 1-2 vikum. Þá verður framkvæmdum hætt yfir háveturinn.
Uppfært 26.10.2023: Vinna hefst á næstu dögum. Það þurfti að endurhanna lagnaleið lítillega sem tafði upphaf. Aðgengi eigenda að húsum sínum verður tryggt allan tímann þó þrengingar verði á vegum
Algengar spurningar og svör:
Er inntak fyrir hvert hús eða öll?
Það er eitt inntak fyrir hverja lóð, óháð fjölda eininga.
Þarf að fara í gegnum hús hjá nágranna?
Nei, tengt er í kassa fyrir utan og eigendur tengja þaðan í sína einingu. Ekki er mælt með því að hafa heimlagnir innanhúss í hesthúsum.
Ef einhver í lengjunni vill ekki taka inn heitt vatn, geta hinir samt fengið? Og hvernig skiptist þá inntaksgjaldið?
Já, það er hægt. Veitur leggja að kassa og rukka fyrir það. Hvert bil í lengju greiðir þá hlutfallslega af heildargjaldinu. Þegar, og ef, önnur í lengju vilja tengjast síðar þá greiða þau sitt hlutfall af gjaldinu og verða með sinn mæli.
Þurfa þau sem eru búin að sækja um að gera það aftur?
Nei, það er óþarfi. Umsóknir eru á bið hjá okkur þar til dreifikerfið er tilbúið.
Getum við breytt umsókninni og óskað eftir skiptingu núna?
Já, það er hægt, en athugið að þá miðast gjaldið við núgildandi verðskrá, en ekki þá verðskrá sem var í gildi við umsókn. Þá þarf að draga umsókn til baka og útbúa nýja. Athugið að ef að í umsókn var óskað eftir einum mæli, þá er það ávallt ódýrara en að fá aukamæla líkt og skiptingin gerir ráð fyrir.
Geta Veitur rukkað hlutfall af kostnaði við notkun ef það er einn mælir?
Nei, slíkt er ekki gert. Almennt er æskilegt að stofna húsfélag fyrir mælinn, en það er tiltölulega einfalt að gera slíkt hjá Skattinum.
Ef það er óvild á milli eininga, hver ákveður hvar kassinn er settur?
Eigendur ákveða hvar kassinn er staðsettur, en hann er ávallt á þeirri hlið sem snýr að dreifilögn.
Hvernig er hægt að vita hversu mikið heitt vatn þarf?
Notkun á heitu vatni þarf að reikna með rúmmetrafjölda húsnæðis, enda þarf að hita allt rýmið frá lofti til gólfs. Til að finna rúmmetrafjöldann er hægt að margfalda fermetrafjölda húsnæðis með 3,3.
Almennt gildir eftirfarandi um hesthús, ath. Að settur er fyrirvari um mögulegar villur:
Stærð lagna: 20mm stál. Dugar allt að 1500m3 húsum.
Kostnaður við heimlögn með einum mæli skv. verðskrá 2024: kr. .- 433.657 með vsk. m.v. 20mm stál.
Viðbótarmælir kr. - 43.366 með vsk
Hver er þá kostnaðurinn ef sótt er um tengingu fyrir einn hluta af lengju?
Kostnaður er þá hlutfall af heildinni.
Til dæmis: ef þrjú bil eru í lengju, þá er kostnaður fyrir eitt bil reiknaður sem 33% af heildinni miðað við að þrír mælar væru settir upp.
Þannig að tengigjald með þremur mælum árið 2024 = 520.389.- með vsk.
Tengigjald fyrir þriðjung= 173.463.- með vsk.