Bæjar­sveit

- .

Veitur eru að undirbúa að bora nýja vinnsluholu fyrir heitt vatn við hlið núverandi dælustöðvar í landi Hellna.

Verkefnið: Veitur eru að undirbúa að bora nýja vinnsluholu fyrir heitt vatn við hlið núverandi dælustöðvar í landi Hellna. Jarðborinn Nasi frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða mun verða notaður við framkvæmd verksins. Megin tilgangur framkvæmdarinnar er að efla hitaveituna á svæðinu til að mæta aukinni notkun heits vatns. Holan er stefnuboruð með 30° halla og stefnt í austur átt undir land Hellna. Dýpi holunnar er áætlað 500 m.

Tímaáætlun: Reiknað er með því að flutningar borsins hefjist um 15.07 og borframkvæmdir hefjist um 20.07. Unnið verður á 12 klst vöktum á daginn fyrstu 7-10 dagana en eftir það mun verða unnið allan sólarhringinn við borun holunnar. Áætluð verklok eru 20.08.

Framkvæmdin fór seinna af stað en áætlað var og þessvegna þurfum við að seinka verklokum. Verklok eru nú áætluð 1. september.  

Verkefnastjóri Veitna:  Sveinbjörn Hólmgeirsson, sími 861 4108, y.sveinho1@veitur.is 

 

Hvernig getum við aðstoðað þig?