- .
Deiliskipulag gerir ráð fyrir 6 lóðum þar sem mun eiga sér stað uppbygging á 60 íbúðum auk búsetukjarna fyrir fatlaða.
Uppfært 25.4.2023: Framkvæmdir hafa tafist nokkuð vegna hönnunarbreytinga og mikils kulda í vetur. Jarðvinna og lagnavinna hafa reynst erfiðar vegna mikils frosts í jörðu. Veitur leggja í samstarfi við Reykjavíkurborg kapp á að framkvæmdum ljúki í byrjun sumars og nýju hverfi sé tryggt heitt og kalt vatn, auk rafmagns og fráveitu.
Verkefnið:
Veitt er leyfi fyrir rofi á yfirborði borgarlands vegna framkvæmdar sem felur í sér gatna- og stígagerð í nýjum íbúðakjarna við Brekknaás. Deiliskipulag gerir ráð fyrir 6 lóðum þar sem mun eiga sér stað uppbygging á 60 íbúðum auk búsetukjarna fyrir fatlaða. Veitur munu leggja alla miðla (hita-, vatns-, frá- og rafveitu) í þetta nýja skipulagða hverfi. Lögð verður tvöföld hitaveita í hverfið en tenging við núverandi hitaveitu er við gatnamót Selásbrautar og Þverás og til þess þarf að þvera Selásbrautina. Þá verður einnig grafinn skurður fyrir háspennu frá gatnamótum Selásbrautar og Breiðholtsbrautar meðfram Selásbraut að nýrri dreifistöð í hverfinu.
Vinnusvæði:
Brekknaás - Selásbraut
Tímaáætlun:
4. júlí 2022 – 16. október 2022
Verkefnastjóri Veitna:
Ylfa Rakel Ólafsdóttir
Verktaki:
Klapparverk
Umsjónarmaður framkvæmdar:
Björn Guðmundsson, Mannvit. Ingþór Björgvinsson, Mannvit. Ævar Valgeirsson, Mannvit.