Leiru­lækur, Reykjavík

- .

Endurnýjun á raflögnum.

Um verkefni: Verið er að endurnýja gamlar raflagnir. Verkefnið er mikilvægur liður í tryggja rekstraröryggi til framtíðar og styrkja dreifkerfið á svæðinu. Þvera þarf götu og geta því orðið einhverjar takmarkanir á umferð.

Uppfært 8.8.2024: Vinnu miðar vel áfram. Mánudaginn 12. ágúst verður Sundlaugarvegur þveraður og þar verður lokað fyrir almenna bílaumferð. Strætó og viðbragðsaðilar munu áfram komast þar í gegn. Lokun stendur yfir í um þrjá daga.

Vinnusvæði: Leirulækur niður að Sundlaugarvegi, sjá mynd.

Tímaáætlun: Áætlað er að verkið fari í gang í júlí og standi yfir til september 2024.

Verkefnastjóri Veitna: Finnbogi Karlsson

 Verktaki: PK Verk

 

Hvernig getum við aðstoðað þig?