Bilanaleit við Hliðarhjalla
Rafmagnsstrengur sem liggur meðfram veginum er orðinn lélegur og verið að staðsetja bilun á honum. Nákvæm staðsetning er óþekkt og því þarf að grafa tvær holur á þessum stað til að sjá betur hvernig strengurinn er.
Veitur munu eftir fremsta megni reyna að raska hvorki nýjum hellulögnum á staðnum né loka fyrir stíginn sem liggur frá Kópavogsdal.
Gengið verður frá öllu yfirborði að verki loknu og áhersla lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks.
Uppfært 15.10.2024: Framkvæmdir við göngustíginn klárast í þessari viku. Endanlegur yfirborðsfrágangur tekur þá við og gert er ráð fyrir að það klárist fyrir mánaðarmót.
Uppfært 30.9.2024: Veitur hafa staðsett bilunina með nokkurri vissu og þurfa að endurnýja strenginn. Þá verður göngustígnum lokað tímabundið á þessum stað, en í heildina verða Veitur að vinna á svæðinu í u.þ.b. 10 daga. Sjá mynd með uppfærðu vinnusvæði.
Umsjón með verki: Helgi Guðjónsson