- .
Veitur og Reykjavíkurborg leggja stíga og lagnir.
Um verkefnið: Veitur í samstarfi við Reykjavíkurborg leggja hjóla- og göngustíga ásamt hitaveitulögnum meðfram Hálsabraut.
Framkvæmdir verða í nokkrum smærri áföngum og vinna hefst á gatnamótum Hálsabrautar og Hesthálss. Settar verða upp hjáleiðir fyrir hvern hluta verksins og áhersla lögð á að tryggja öryggi vegfarenda og starfsfólks.
Stígarnir munu tengja þétt net hjóla- og göngustíga frá Árbæ að Vesturlandsvegi og Grafarvogi.
Hvernig gengur?
Uppfært 15.11.2024: Vinna í Krókhálsi heldur áfram og vonast til að hægt verði að malbika og opna fyrir umferð fyrir lok næstu viku.
Uppfært 7.11.2024: Krókháls verður lokaður lengur en áætlað var, en þar eru flóknari lagnir í jörðu en gert hafði verið ráð fyrir. Unnið er af kappi, en ljóst að það tekur einhverja daga til viðbótar áður en hægt er að opna fyrir umferð.
Uppfært 25.10.2024: Unnið er að lokafrágangi við lagnir á Lynghálsi í dag, og á mánudaginn verður malbikað svo hægt verði að opna fyrir umferð. Á þriðjudaginn hefjast framkvæmdir við Krókháls, þar sem lokað verður við Hálsabraut í að minnsta kosti 10 daga. Vinnan fer fram eins hratt og mögulegt er, en mögulegir hnökrar í svo stórum framkvæmdum geta haft áhrif. Þegar verkinu við Krókháls miðar áfram, verða næstu skref metin út frá vetrarveðri og aðstæðum.
Uppfært 23.10.2024: Í þessari viku er verið að steypa í skurðinum á Lynghálsi til að tryggja hitaveitulögnina fyrir umferð þungra ökutækja. Sú vinna og hvernig hún gengur mun stýra því hvenær hægt er að loka skurðinum og ganga frá yfirborði. Að því loknu verður Lyngháls opnaður og undirbúningur fyrir lokun á Krókhálsi hefst.
Uppfært 19.9.2024: Hálsabraut hefur verður opnuð. Bið er þó eftir kantsteinum og það verður klárað um leið og færi gefst. Á morgun, föstudag, verður Lyngháls þveraður við Hálsabraut.
Vinnu neðst á Hálsabraut við Hestháls hefur verið frestað til ársins 2025.
Uppfært 5.9.2024: Unnið er á milli gatna á öllum svæðum nema frá Járnhálsi að Hesthálsi. Þegar hægt verður að opna Hálsabraut að nýju verður hægt að byrja þverun á Lynghálsi og síðan koll af kolli eftir því sem hverri þverun lýkur. Það hafa verið erfiðleikar með aðföng fyrir lagnir þar sem Hálsabrautin er þveruð og það er megin ástæða þess hve opnun hefur tafist. Því miður er það svo að lega eldri lagna er með öðrum hætti en gert var ráð fyrir og í þessu tilviki var það svo að lega þeirra var einstaklega flókin og þurfti að sérpanta búnað.
Uppfært 28.6.2024: Líkt og gerist gjarnan í stórum framkvæmdum hafa komið upp óvænt atvik og það hefur einnig gerst við Hálsabrautina. Lagnir liggja djúpt í jörðu og eru sumar frá áttunda áratugum og þarf að fara sérstaklega varlega í framkvæmdum nálægt þeim. Þverun Hálsabrautar verður því töluvert lengri en áætlað var í upphafi og verður áfram. Hún verður opnuð eins hratt og örugglega og mögulegt er.
Uppfært 28.5.2024: Seinnipart dags verður Hálsabraut lokað á milli Bæjarháls og Réttarháls. Hjáleiðir verða settar upp, en ekki verður fært fyrir vegfarendur niður Hálsabraut frá Bæjarhálsi, hvorki gangandi né akandi. Lokun mun standa í um tvær vikur á meðan hitaveitulögn er sett í jörðu yfir Hálsabrautina.
Uppfært 3.5. 2024: Ákveðið hefur verið að hefja framkvæmdir efst á Hálsabraut, næst Bæjarhálsi, og vinna áfangana þaðan niður að gatnamótunum við Hestháls. Vinnusvæði: Hálsabraut frá Hesthálsi að Bæjarhálsi. Unnið verður austan megin Hálsabrautar að mestu. Þvera þarf Hálsabraut við Réttarháls og unnið verður við Réttarháls við húsnæði Orkuveitunnar.
Tímaáætlun: Vor 2024 til desember 2024.
Verkefnastjóri Veitna: Kolbeinn Björgvinsson
Samskipti varðandi framkvæmdina: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna
Umsjónar- og eftirlitsmaður: Gautur Þorsteinsson hjá VBV verkfræðistofu
Verktaki: Stjörnugarðar Frétt um framkvæmdina á vef Reykjavíkurborgar.