- .
Veitur endurnýja og svera hitaveitulagnir til að bæta þrýsting á vatni til íbúa
Um verkefnið
Endurnýjun á lögnum hitaveitu í Fossvogsvegi. Svera þarf lagnir til að tryggja nægan þrýsting til allra íbúa.
Sumarið 2023 var fyrri hluti verksins kláraður, frá innkeyrslu að Ræktunarstöð Reykjavíkur að Markarvegi.
Vorið 2024 hefst seinni hluti framkvæmdanna, en þá verður unnið frá Markarvegi að Klifvegi. Það verður gert í tveimur áföngum, sá fyrri heldur áfram þar sem frá var horfið 2023 og unnið að Kjarrvegi.
Fossvogsvegur verður lokaður fyrir umferð að hluta á meðan framkvæmd stendur, en hjáleiðir verða settar upp og aðgengi íbúa tryggt allan tímann. Gangandi og hjólandi vegfarendur munu komast leiðar sinnar framhjá framkvæmdasvæðinu. Veitur leggja áherslu á öryggi vegfarenda og starfsfólks.
Uppfært 17.10.2024: Í dag verða girðingar og skilti tekin niður og vinnu á þessu ári lokið á Fossvogsvegi. Vorið 2025 hefst vinna þegar veður leyfir við síðasta áfanga, í síðasta lagi 2. maí, og verður 6-8 vikur í framkvæmd.
Uppfært 16.9.2024: Vegna tafa á fyrri hlutanum hefur verið ákveðið að fresta seinni hlutanum þar til vorið 2025. Það er gert til þess að forðast opna skurði og hættu fyrir lagnir í vetrarveðri.
Uppfært 27.8.2024: Fyrri áfangi er að klárast, en þar á eftir að setja upp og ganga frá ljósastaurum. Þá verður skurðinum lokað og gengið frá yfirborði. Endanlegur yfirborðsfrágangur gæti beðið þar til að vinnu er lokið í heild sinni.
Þegar opnað verður fyrir umferð frá Klifvegi að Kjarrvegi hefst vinna í seinni áfanga. Þá verður unnið á svæðinu frá Kjarrvegi að Markarvegi. Áætlað er að vinnu ljúki í lok október.
Uppfært 31.5.2024: Til hagræðingar hefur verið ákveðið að hefja framkvæmdir að nýju í öfuguri röð miðað við fyrri tilkynningu. Það verður því byrjað á milli Kjarrvegar og Klifvegar á næstunni.
Vinnusvæði: Framkvæmdin verður í tveimur hlutum.
31.5.: Vinnusvæðaröð uppfærð:
Í fyrri hlutanum verður Fossvogsvegur lokaður milli Kjarrvegar og Klifvegar.
Í seinni hlutanum verður Fossvogsvegur lokaður milli Markarvegar og Kjarrvegar
Tímaáætlun: Maí til september 2024. Uppfært 27.8.: lok 31.10.2024
Verkefnastjóri
Sigríður Sif Magnúsdóttir
Samskipti annast
Silja Ingólfsdóttir, þjónustu Veitna
Verktaki
Þróttur ehf. Fannar Freyr Helgason.
Upplýsingar um framkvæmdir nærri Lautarvegi eru hér.