Borg­ar­braut, Borg­ar­nesi

- .

Veitur, RARIK, Vegagerðin og Borgarbyggð standa að framkvæmdum á Borgarbraut.

Veitur, RARIK, Vegagerðin og Borgarbyggð standa að framkvæmdum á Borgarbraut. Verkið felst í endurnýjun fráveitulagna, hitaveitu- og vatnslagna ásamt endurnýjun yfirborðs götu og gangstíga á um 550 m kafla Borgarbrautar, milli Böðvarsgötu og Egilsgötu.

Verkinu er skipt í tvo áfanga:

Áfangi 1: Borgarbraut, frá Egilsgötu upp fyrir Skallagrímsgötu, verklok áætluð fyrir 15. jan 2023.

Áfangi 2: Borgarbraut, frá Skallagrímsgötu að Böðvarsgötu. Unnið á árinu 2023, upphaf fer eftir veðurfari en gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki fyrir 15. október 2023.

 

Framkvæmdirnar munu hafa töluverð áhrif á umferð á svæðinu en settar verða upp viðeigandi merkingar um hjáleiðir. Gera má ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski á verktímanum.

Íbúar og fyrirtæki í bænum mega búast við einstaka lokunum á rafmagni, hitaveitu og/eða vatnsveitu á verktímanum og verður upplýst um þær með eins góðum fyrirvara og hægt er hverju sinni.

Tengiliður framkvæmdar

Orri Jónsson orri.jons@efla.is  

Verkefnastjóri hjá Veitum

Helgi Helgason.

Verktaki

Þróttur ehf.            

                                                                                                      

________________________________________

Hvernig gengur?

Uppfært 5.6.2024: Stefnt er að malbikun á kafla Borgarbrautar frá Böðvarsgötu ef veður leyfir vikuna 10.-15. júní. Kantsteinar eru nú frágenginn og hellulagning að hefjast.
Uppfært 27.5. 2024:
Ástand malbiks ofan við upprunaleg verkmörk í Borgarbraut sýnir að endurnýjunar er þörf. Því hefur verið ákveðið að endurnýja það frá gatnamótum Böðvarsgötu og Borgarbrautar að malbikun sem framkvæmd var árið 2020.
Uppfært 24.4.2024:
Borgarbraut verður lokað þann 6. maí og þá hefst undirbúningur fyrir malbikun, en slíkt tekur nokkra daga. Stefnt er að malbikun dagana 13.-15. maí og þegar því er lokið verður gatan opnuð aftur. Endanlegur frágangur og hellulögn gagnstétta tekur þá við og ætti að ljúka undir lok júní.

Uppfært 25.3.2024: Áætlað er að undirbúningur fyrir lokafrágang hefjist eftir páska og hægt verði að malbika í kringum mánaðarmótin apríl-maí.

Uppfært 22.12.2023: Ákveðið hefur verið að hleypa umferð á Borgarbrautina.

Miklar breytingar á framkvæmdinni hafa valdið töfum og því miður náðist ekki að malbika síðasta hluta götunnar fyrir veturinn.

Þar af leiðandi var ákveðið að hleypa umferð á götuna nú þegar með malaryfirborði og mun gatan þannig verða opin allri akandi umferð næsta misserið.

Framkvæmdin við Borgarbraut er mikilvæg innviðafjárfesting þar sem um stofnæð Borgarness er að ræða. Gæði verksins eru framkvæmdaraðilum ofarlega í huga og verður hugað að endanlegum yfirborðsfrágangi þegar veðurfar býður upp á slíkt.

Uppfært 1.12.2023: Unnið er að undirbúningi fyrir malbikun á þeim hluta Borgarbrautar þar sem framkvæmdir standa yfir og hefill kominn á verkstað.

Hins vegar hefur komið upp galli sem leiðir til þess að grafa þarf upp hluta af fráveitulögnum og ráðast í viðgerð. Sú vinna gæti tekið tvær vikur og stendur í vegi fyrir því að hægt verði að opna fyrir umferð í gegnum Borgarbraut. Vonir eru eigi að síður bundnar við að ljúka megi við malbikun fyrir jól, ef veður leyfir, og leiðin opnuð fyrir umferð.

Uppfært 15.11.2023: Búið er að leggja fráveitu, kalt vatn og hitaveitu, stefnt er á að tengja hitaveitulögn við kerfið þriðjudaginn 21. nóvember en á tengidegi verður neðri helmingur Borgarnes heitavatnslaus kl.9-17. Íbúar með skráðar tengiliðaupplýsingar hjá Veitum fá tilkynningu.

Í þessari viku verða rafstrengir lagðir. Stefnt er á að malbika Borgarbraut um mánaðarmót nóvember / desember ef veður verður gott.

Uppfært 19.10.2023: Búið er að leggja fráveitulagnir í götuna og verið að leggja vatns- og hitaveitulagnir. Að því loknu verða raflagnir lagðar. Áætlun gerir ráð fyrir að skurðum verði lokað í október og frágangi á yfirborði lokið í nóvember.

Uppfært 29.9.2023: Verið er að leggja lokahönd á fráveitulagnir í Borgarbraut og þá verða aðrar lagnir kláraðar í framhaldinu. Samkvæmt áætlun ætti að loka skurðum í október og ganga frá yfirborði í nóvember. Þó geta ávallt orðið óvæntar uppákomur, líkt og varð þegar ljóst var að meiri klöpp var undir en vitað var. Þá getur veðurfar haft hamlandi áhrif á framkvæmdir.

Enn er stefnt að því að loka skurðum í október og ganga frá yfirborði í nóvember, þó má búast við að endanlegur yfirborðsfrágangur verði fyrst mögulegur næsta vor.

Uppfært 24.01.2023: Framkvæmdaraðilar sem standa að framkvæmdum við Borgarbraut hafa ákveðið að breyta framkvæmdartíma verksins. Breytingin felur í sér að verktaka er veitt heimild til þess að vinna áfram í áfanga 2 yfir vetrartímann. Í byrjun desember var neðri hluti Borgarbrautarinnar malbikaður og þar með lauk 1. áfanga, að yfirborðsfrágangi undanskildum. Í framhaldinu var ákveðið að haldið yrði áfram með vinnu upp fyrir gatnamót við Skallagrímsgötu til þess að komast hjá því að þurfa að nota hjáleiðina um Berugötu næsta sumar. Nú er ljóst að sú vinna hefur dregist vegna þeirrar kuldatíðar sem ríkti í desember og það sem af er janúar. Þar af leiðandi hefur verið ákveðið að veita verktaka heimild að vinna óhindrað í vetur, eins og veður leyfir, upp fyrir Skallagrímsgötu og þaðan áfram upp eftir Borgarbraut.

Samkvæmt upphaflegri áætlun hefði vinna við 2. áfanga ekki átt að byrja fyrr en í apríl. Framkvæmdir eru nú þegar komnar vel af stað í 2. áfanga og má vænta þess að áfanginn verði langt kominn þegar vorið kemur. Með þessari breytingu er það von framkvæmdaraðila að stytta framkvæmdartíma verulega í sumar og koma því aðal umferðarþunganum á Borgarbrautina á nýjan leik. Framkvæmdaraðilar vilja þakka íbúum fyrir gott samstarf það sem af er þessa verkefnis og vonast til þess að það haldi áfram. Verkefnið er mjög flókið og breytingar óhjákvæmilegar. Það er von okkar að þessi breyting verði íbúum til hagræðingar.

 

Uppfært 29.11.2022: Við þurfum að framlengja þessa framkvæmd til 15. janúar 2023

________________________________________

Uppfært 10.10.2022: Ákveðið hefur verið að lengja áfanga 1 upp fyrir Skallagrímsgötu, framkvæmdir halda því áfram í október og nóvember.

________________________________________

Uppfært 30.9.2022

Til hagræðingar í verkinu var fyrsti áfangi framlengdur uppfyrir Skallagrímsgötu og er því ljóst að verktíminn mun lengjast á þessu ári en styttast á því næsta. 

Hvernig getum við aðstoðað þig?