- .
Veitur tengja nýtt íþróttahús við rafmagn, heitt og kalt vatn.
Um verkefnið: Veitur leggja lagnir að nýju íþróttahúsi við Jaðarsbakka. Tengja þarf rafmagn, heitt og kalt vatn við nýja húsið. Þá verða einnig endurnýjaðar tengingar fyrir sundlaugina.
Þvera þarf Innesveg í um tvær vikur og honum verður lokað á meðan. Hjáleiðir verða settar upp fyrir aðkomu. Þegar Innesvegur hefur opnað að nýju verður unnið meðfram bílastæðunum og áætlað er að það taki um þrjár vikur.
Áhersla er lögð á öryggi vegfarenda og starfsfólks á svæðinu. Gengið verður frá yfirborði að framkvæmd lokinni.
Vinnusvæði: Á Innesvegi og við bílastæði á Jaðarsbökkum.
Tímaáætlun: 22.apríl til 25. maí
Innesvegur verður lokaður frá 22. apríl í um tvær vikur
Verkefnastjóri Veitna: Helgi Helgason