- .
Veitur í samstarfi við Borgarbyggð og Rarik endurnýja lagnir og götu.
Um verkefnið: Í samstarfi við Borgarbyggð og Rarik munu Veitur endurnýjar allar lagnir í götunni. Borgarbyggð mun endurnýja götuna og veitufyrirtækin nýta tækifærið til að endurnýja nauðsynlega innviði. Lagt verður tvöfalt kerfi hitaveitu og fráveitu í götuna ásamt kaldavatnslögnum. Heimlagnir verða skoðaðar og endurnýjaðar þar sem þess þarf. Unnið verður í áföngum sem verða kynntir síðar.
Veitur leggja áherslu á að nýta samlegðaráhrif þegar sveitarfélög eru í gatnagerð til að endurnýja lagnir þar sem viðhaldsþörf er til staðar.
Uppfært 25.11.2024: Framkvæmdum miðar áfram en einhverjar tafir hafa orðið. Gert er ráð fyrir að skurði verði lokað fyrir jól, en líkur eru á að malbikun þurfi að bíða þar til veður leyfir.
Uppfært 24.10.2024: Vinna við núverandi áfanga er í fullum gangi og hefur gengið ágætlega. Ákveðið hefur verið að fresta síðasta áfanga á Sæunnargötu þar til vor/sumar 2025.
Uppfært 23.8.2024: Vinnu við Sæunnargötu miðar áfram,en gera má ráð fyrir að tímaáætlun verði uppfærð á næstunni með seinkun á lokadagsetningu. Tenging hitaveitu áætluð á næstunni. Íbúar verða látnir vita af því sérstaklega þegar tímasetning er ljós. Á næstunni verður haldið áfram í næsta áfanga og grafið lengra upp eftir götunni.
Á allra næstu vikum verður opnað fyrir umferð aftur frá Borgarbraut að Berugötu.
Uppfært 17.5.2024: Framkvæmdir hefjast í næstu viku. Fyrsti áfangi er frá Borgarbraut að Berugötu og verður Berugötu haldið opinni eins lengi og mögulegt er.
Vinnusvæði: Öll Sæunnargata frá Borgarbraut að strönd. Unnið verður í áföngum.
Tímaáætlun: Maí til september 2024. Uppfærð áætlun gerir ráð fyrir að áfanga 2 ljúki fyrir jól. Áfangi 3 verður unninn vorið 2025.
Verkefnastjóri Veitna: Auður Guðríður Hafliðadóttir
Samskipti: Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna